Snæbjörn sakaður um að hafa greitt fyrir leigubíla, mat og drykki með peningum SMÁÍS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. desember 2016 13:37 Hér má sjá sundurliðun á nokkrum færslum af kreditkorti SMÁÍS sem Snæbjörn hafði til afnota. vísir Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum. Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum.
Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43
SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00
Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02
Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12