Innlent

Slysið í Bleiksárgljúfri: Konan lést eftir hátt fall

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Frá leitinni.
Frá leitinni. Vísir/Vilhelm
Konan sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í síðustu viku, lést eftir þrjátíu metra fall fram af fossi í gljúfrinu. Þetta staðfestir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, í samtali við RÚV.

Sveinn segir að ekkert bendi til þess að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.

Konan, sem hét Pino Becerra Bolaños, lést samkvæmt krufningu eftir að hafa fallið þrjátíu metra en ekki eftir að hafa drukknað eins og talið var í fyrstu. Leit að íslenskri samferðakonu hennar stendur enn yfir.

Á annan tug fólks leitar hennar í dag. Farið verður meðfram ströndinni og niður með Markarfljóti og Markarfljótsárum, samkvæmt RÚV. Konurnar voru í sumarbústað nálægt Bleiksárgljúfri um Hvítasunnuhelgina og farið var að leita að þeim á þriðjudag þegar ekkert hafði heyrst frá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×