Erlent

Skutu eldflaug á loft í trássi við alþjóðasamfélagið

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá eldflaugaskoti Norður-Kóreu fyrr á árinu.
Frá eldflaugaskoti Norður-Kóreu fyrr á árinu. Vísir/AFP
Her Norður-Kóreu skaut eldflaug á loft í kvöld. Eldflaugin lenti í sjónum í um 800 kílómetra fjarlægð frá ströndum Kóreu. Fyrr á árinu hertu Sameinuðu þjóðirnar viðskiptaþvinganir gegn landinu verulega og Barack Obama kynnti nýjar þvinganir gegn þeim í vikunni.

Undanfarna mánuði hafa Norður-Kóreumenn gert tilraunir með eldflaugar sem og kjarnorkuvopn. Fleiri kjarnorkuvopnatilraunir hafa verið boðaðar. Þá standa yfir sameiginlega heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og spennan er mikil á Kóreuskaganum.

Samkvæmt frétt BBC hafa Norður-Kóreumenn hótað að gera kjarnorkuárásir á bæði Bandaríkin og nágranna sína í suðri.

Kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu þann 6. janúar var sú fjórða sem framkvæmd er í landinu. Skömmu seinna skutu þeir langdrægri eldflaug á loft sem talið er að hafi verið tilraun á eldflaugum sem gætu borið kjarnorkuvopn.

Vitað er til þess að Norður-Kórea býr yfir kjarnorkuvopnum en dregið er í efa að þeir búi yfir þeirri tækni sem þarf til að koma slíku vopni fyrir í eldflaug.


Tengdar fréttir

Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu

Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum.

Hóta aftur kjarnorkuárásum

Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum.

Norður Kóreumenn skutu eldflaugum á haf út í mótmælaskyni

Norður Kóreumenn skutu nokkrum skammdrægum eldflaugum í sjóinn undan ströndum landsins í nótt, að sögn suður kóreska varnarmálaráðuneytisins. Aðgerðir Norðanmanna koma aðeins nokkrum klukkustundrum eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað einróma að herða enn viðskiptabannið gegn ríkinu og hafa þær þvinganir aldrei verið harðari.

Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×