Viðskipti innlent

Skuldir sjávarútvegsins hafa lækkað talsvert

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hagfræðideild Landsbankans telur að 31 milljarður hafi farið í niðurgreiðslu skulda í greininni á síðustu árum.
Hagfræðideild Landsbankans telur að 31 milljarður hafi farið í niðurgreiðslu skulda í greininni á síðustu árum. Vísir/Pjetur
Heildarskuldir sjávarútvegsins hafa lækkað um 153 milljarða króna á tímabilinu 2009 til loka árs 2014. Á sama tíma hefur meðaleiginfjárhlutfall íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Það stóð í 32 prósentum í lok 2014, samanborið við neikvæða stöðu upp á 18 prósent árið 2008.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem farið er yfir stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Þar kemur fram að heildarskuldir sjávarútvegsins hafi numið 389 milljörðum króna í lok 2014 samanborið við 542 milljarða árið 2009, þegar þær voru sem mestar.

Bankinn metur það sem svo að niðurgreiðsla skulda á tímabilinu hafi numið 31 milljarði króna að teknu tilliti til gjaldmiðlasamsetningu skuldanna og þróunar gengisvísitölunnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×