Viðskipti innlent

Skuldbundin til að auka sjálfstæði Mílu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Síminn og Skipti hafa skuldbundið sig gagnvart Samkeppniseftirlitinu til að auka sjálfstæði Mílu efh. Tilefni sáttarinnar við Samkeppniseftirlitið er sameining Skipta hf. og Símans hf. Samkvæmt tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu verða gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi og háttsemi Skiptasamstæðunnar í því skyni að efla samkeppni.

Með þeirri ákvörðun lauk rannsókn Samkeppniseftirlitsins á nokkrum kvörtunum sem keppinautar Símans höfðu lagt fram.

„Rannsóknin beindist að því hvort Síminn hefði brotið gegn banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í ákvörðuninni var höfð hliðsjón af eldri málum, þar sem Síminn og fyrirrennarar hans höfðu verið taldir misnota markaðsráðandi stöðu sína,“ segir í tilkynningunni frá Samkeppniseftirlitinu.

Í stað þess að Síminn og Míla séu systurfélög undir móðurfélaginu Skiptum, verður Míla nú dótturfélag Símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×