Skulda LÍN mest en hafa ekki borgað krónu til baka á 9 árum Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Langflestir nemendur Háskóla Íslands þurfa að greiða lán sín til baka að mestu en þeir sem fara í dýrt nám erlendis eru líklegir til að greiða hlutfallslega minna til baka. Fréttablaðið/Ernir Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum.„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnuleysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár.Jónas Friðrik Jónsson formaður LÍNHrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lánþega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum.„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnuleysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár.Jónas Friðrik Jónsson formaður LÍNHrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lánþega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira