Skulda LÍN mest en hafa ekki borgað krónu til baka á 9 árum Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Langflestir nemendur Háskóla Íslands þurfa að greiða lán sín til baka að mestu en þeir sem fara í dýrt nám erlendis eru líklegir til að greiða hlutfallslega minna til baka. Fréttablaðið/Ernir Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum.„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnuleysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár.Jónas Friðrik Jónsson formaður LÍNHrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lánþega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum.„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnuleysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár.Jónas Friðrik Jónsson formaður LÍNHrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lánþega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira