Erlent

Skotinn til bana vegna tveggja gramma af grasi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan í Memphis við rannsókn á svæðinu þar sem Sean Bolton var skotinn.
Lögreglan í Memphis við rannsókn á svæðinu þar sem Sean Bolton var skotinn. Vísir/Epa
Lögreglumaðurinn Sean Bolton var skotinn til bana í bandarísku borginni Memphis á laugardag.

Að sögn lögregluyfirvalda í Tennessee hafði Bolton rekið augun í bíl sem var ólöglega lagt og ákvað að grennslast fyrir um málið. Þegar hann steig út úr bíl sínum og lýsti með vasaljósinu  inn um rúðu þess illa lagða brást farþegi bílsins ókvæða við og réðst á Bolton.

Töluverð átök brutust þá út milli mannanna sem enduðu með því að Bolton var skotinn til bana. 

„Bolton virðist hafa stöðvað einhvers konar fíkniefnaviðskipti. Í bílnum fundust stafræn vigt og lítill poki af maríjúana,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Memphis í samtali við fjölmiðla um helgina. „Við erum að tala um að þetta hafi verið innan við tvö grömm af grasi. Þetta er minniháttar fíkniefnabrot. Ég efast um að þeir hefðu verið dæmdir til fangelsisvistar,“ bætti talsmaðurinn við.

Tremaine Wilburn, sá sem talið er að hafi banað SeanMemphis Police Department
19 lögreglumaðurinn sem fellur

Hinn 29 ára gamli Tremain Wilbourn er grunaður um að hafa orðið Bolton að bana. Hann gengur laus og er talinn vopnaður og hættulegur umhverfi sínu.

Ökumaðurinn bílsins hefur gefið sig fram og talið er að hann verði ekki kærður fyrir aðkomu sína á morðinu á Bolton.

Morðinu er lýst í fjölmiðlum vestanhafs sem sérstaklega tilefnislausu enda hafði lögregluþjónninn einungis verið að grennslast fyrir um smávægilegt umferðalagabrot.

Sean Bolton er 19 lögregluþjónninn sem hefur dáið í Bandaríkjunum í ár eftir viðskipti við glæpamenn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×