Skólameistari biðst afsökunar á ummælum um stúlkur og munntóbaksnotkun Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 13:29 Frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Vísir „Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda. Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
„Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda.
Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17