Innlent

Skjálftavirknin í Kötlu gengin niður

Gissur Sigurðsson skrifar
Skjálfti upp á 3,3 stig reið yfir í fyrrinótt.
Skjálfti upp á 3,3 stig reið yfir í fyrrinótt. Vísir/GVA
Skjálftavirknin í Kötlu virðist alveg gengin niður og mældist engin skjálfti á svæðinu í nótt. Þar varð skjálfti upp á 3,3 stig í fyrrinótt og nokkrir snarpir eftirskjálftar en í gærmorgun dró úr virkninni, sem ekki hefur tekið sig upp aftur.

Skjálftarnir áttu upptök sín grunnt í fjallinu sem bendir til þess að þá megi rekja til jarðhita fremur en kvikuhlaups.

Hrinur á borð við þessa verða í fjallinu einu sinn til þrisvar á ári. Þar sem Katla er komin á tíma, miðað við fyrri gos undanfarnar aldir, er grannt fylgst með svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×