Viðskipti innlent

Skiptum lokið á einkaþotufélagi Róberts Wessman

Sæunn Gísladóttir skrifar
Félagið var dótturfélag Salt Investment, eignarhaldsfélags Róberts Wessman.
Félagið var dótturfélag Salt Investment, eignarhaldsfélags Róberts Wessman. Vísir/Vilhelm
Gjaldþrotaskiptum á félaginu Salt Aviation, sem hélt utan um rekstur einkaþotu Róberts Wessman, lauk þann 26. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.  Ekkert fékkst  greitt upp í kröfur sem námu 4,2 milljónum króna.

Félagið var dótturfélag Salt Investment, eignarhaldsfélags Róberts. Fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis að skuldir félagsins námu 259 milljónum króna eftir hrunið 2008.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. maí síðastliðinn. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 26. ágúst án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×