Erlent

Skipstjóri ferjunnar í Suður-Kóreu handtekinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmiðlar reyna að ná tali af skipstjóranum, Lee Joon-seok.
Fjölmiðlar reyna að ná tali af skipstjóranum, Lee Joon-seok. vísir/afp
Skipstjóri farþegaferjunnar Sewol, sem sökk í Gulahafi við Suður-Kóreu í fyrradag, hefur verið handtekinn. Komið hefur í ljós að hann sjálfur var ekki við stjórnvölinn þegar ferjan sökk og verður hann því ákærður fyrir vanrækslu í starfi.

Handtökuskipanin var gefin út á hendur hans ásamt tveggja áhafnarmeðlima í dag.

Flestir farþeganna um borð voru nemendur gagnfræðiskólans Danwon í Seol og kennarar þeirra.

Staðfest tala látinna er 28, 269 er enn saknað og talið er ólíklegt að nokkur maður finnist á lífi úr þessu. 179 var bjargað.

Leitaraðstæður hafa verið erfiðar, skyggnið hefur verið lélegt og straumar sterkir.




Tengdar fréttir

Enn leitað að eftirlifendum

Björgunarmenn við suðvesturströnd Suður-Kóreu leita enn að eftirlifendum eftir að ferjan Sewol sökk á miðvikudaginn. Alls voru 470 farþegar um borð, stór hluti þeirra nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×