Skildir eftir uppi á miðri heiði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. september 2014 14:21 „Bíllinn bilaði svona eftir hádegi á laugardegi og við vorum komnir niður af heiðinni um þrjú leitið daginn eftir,“ segir Leifur Dam Leifsson sem lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Dregnir á jeppling að skýlinu Bíllinn bilaði á Auðkúluheiði á laugardag og gistu þeir í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags. Daginn eftir kom ástralskur ferðamaður að skýlinu sem stoppaði og ræddi við þá. „Hann snéri við með okkur og dró okkur 15-20 kílómetra til baka,“ segir Leifur en ferðamaðurinn dró þá að Áfangafelli þar sem þeir höfðu séð hóp jeppamanna daginn áður. Þegar þangað var komið þökkuðu þeir Ástralanum fyrir aðstoðina og nálguðust jeppahópinn með það í huga að leita aðstoðar. Lítið var þó fyrir því að fara og endaði það svo að hópurinn ók í burtu. Hundarnir sýndu meiri áhuga Leifur segir þá félagana hafa verið vel búna og ekki óttaslegna þrátt fyrir vandann sem þeir stóðu frammi fyrir. Það hafi þó komið honum í opnu skjöldu að vera skilinn eftir án aðstoðar. „Hundarnir þeirra sýndu okkur miklu meiri áhuga en þau,“ segir Leifur. „Ég var smá hissa og sár.“ Þegar Leifur og vinur hans sátu einir eftir við neyðarskýlið við Áfangafell var fátt annað í stöðunni en að hringja á neyðarlínuna. Lítill tími var til stefnu þar sem lítið rafmagn var eftir á farsímum þeirra félaga. „Minn var orðinn rafmagnslaus og síminn hjá félaga mínum var að verða rafmagnslaus,“ segir hann. Náði í björgunarsveitarmann Áður en þeir hringdu í 112 freistaði Leifur þess að hafa uppi á kunningja sínum sem er björgunarsveitarmaður. Það tókst og kom sá hinn sami strax til bjargar. Með hans aðstoð náðu þeir að koma bílnum í gang og gátu þá haldið heim á leið. Í Staðarskála rákust þeir á hópinn að nýju og segir Leifur þá hafa fengið þá tilfinningu að ekki hafi staðið til að hjálpa þeim með nokkrum hætti. „Þau ætluðu sér aldrei að athuga með okkur,“ segir hann. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
„Bíllinn bilaði svona eftir hádegi á laugardegi og við vorum komnir niður af heiðinni um þrjú leitið daginn eftir,“ segir Leifur Dam Leifsson sem lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Dregnir á jeppling að skýlinu Bíllinn bilaði á Auðkúluheiði á laugardag og gistu þeir í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags. Daginn eftir kom ástralskur ferðamaður að skýlinu sem stoppaði og ræddi við þá. „Hann snéri við með okkur og dró okkur 15-20 kílómetra til baka,“ segir Leifur en ferðamaðurinn dró þá að Áfangafelli þar sem þeir höfðu séð hóp jeppamanna daginn áður. Þegar þangað var komið þökkuðu þeir Ástralanum fyrir aðstoðina og nálguðust jeppahópinn með það í huga að leita aðstoðar. Lítið var þó fyrir því að fara og endaði það svo að hópurinn ók í burtu. Hundarnir sýndu meiri áhuga Leifur segir þá félagana hafa verið vel búna og ekki óttaslegna þrátt fyrir vandann sem þeir stóðu frammi fyrir. Það hafi þó komið honum í opnu skjöldu að vera skilinn eftir án aðstoðar. „Hundarnir þeirra sýndu okkur miklu meiri áhuga en þau,“ segir Leifur. „Ég var smá hissa og sár.“ Þegar Leifur og vinur hans sátu einir eftir við neyðarskýlið við Áfangafell var fátt annað í stöðunni en að hringja á neyðarlínuna. Lítill tími var til stefnu þar sem lítið rafmagn var eftir á farsímum þeirra félaga. „Minn var orðinn rafmagnslaus og síminn hjá félaga mínum var að verða rafmagnslaus,“ segir hann. Náði í björgunarsveitarmann Áður en þeir hringdu í 112 freistaði Leifur þess að hafa uppi á kunningja sínum sem er björgunarsveitarmaður. Það tókst og kom sá hinn sami strax til bjargar. Með hans aðstoð náðu þeir að koma bílnum í gang og gátu þá haldið heim á leið. Í Staðarskála rákust þeir á hópinn að nýju og segir Leifur þá hafa fengið þá tilfinningu að ekki hafi staðið til að hjálpa þeim með nokkrum hætti. „Þau ætluðu sér aldrei að athuga með okkur,“ segir hann.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira