Skildir eftir uppi á miðri heiði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. september 2014 14:21 „Bíllinn bilaði svona eftir hádegi á laugardegi og við vorum komnir niður af heiðinni um þrjú leitið daginn eftir,“ segir Leifur Dam Leifsson sem lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Dregnir á jeppling að skýlinu Bíllinn bilaði á Auðkúluheiði á laugardag og gistu þeir í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags. Daginn eftir kom ástralskur ferðamaður að skýlinu sem stoppaði og ræddi við þá. „Hann snéri við með okkur og dró okkur 15-20 kílómetra til baka,“ segir Leifur en ferðamaðurinn dró þá að Áfangafelli þar sem þeir höfðu séð hóp jeppamanna daginn áður. Þegar þangað var komið þökkuðu þeir Ástralanum fyrir aðstoðina og nálguðust jeppahópinn með það í huga að leita aðstoðar. Lítið var þó fyrir því að fara og endaði það svo að hópurinn ók í burtu. Hundarnir sýndu meiri áhuga Leifur segir þá félagana hafa verið vel búna og ekki óttaslegna þrátt fyrir vandann sem þeir stóðu frammi fyrir. Það hafi þó komið honum í opnu skjöldu að vera skilinn eftir án aðstoðar. „Hundarnir þeirra sýndu okkur miklu meiri áhuga en þau,“ segir Leifur. „Ég var smá hissa og sár.“ Þegar Leifur og vinur hans sátu einir eftir við neyðarskýlið við Áfangafell var fátt annað í stöðunni en að hringja á neyðarlínuna. Lítill tími var til stefnu þar sem lítið rafmagn var eftir á farsímum þeirra félaga. „Minn var orðinn rafmagnslaus og síminn hjá félaga mínum var að verða rafmagnslaus,“ segir hann. Náði í björgunarsveitarmann Áður en þeir hringdu í 112 freistaði Leifur þess að hafa uppi á kunningja sínum sem er björgunarsveitarmaður. Það tókst og kom sá hinn sami strax til bjargar. Með hans aðstoð náðu þeir að koma bílnum í gang og gátu þá haldið heim á leið. Í Staðarskála rákust þeir á hópinn að nýju og segir Leifur þá hafa fengið þá tilfinningu að ekki hafi staðið til að hjálpa þeim með nokkrum hætti. „Þau ætluðu sér aldrei að athuga með okkur,“ segir hann. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Bíllinn bilaði svona eftir hádegi á laugardegi og við vorum komnir niður af heiðinni um þrjú leitið daginn eftir,“ segir Leifur Dam Leifsson sem lenti í því óláni ásamt félaga sínum að bíllinn þeirra bilaði á ferðalagi upp á miðri heiði. Félagarnir horfðu á eftir hópi jeppafólks sem ekki var tilbúinn að veita hjálparhönd. Dregnir á jeppling að skýlinu Bíllinn bilaði á Auðkúluheiði á laugardag og gistu þeir í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags. Daginn eftir kom ástralskur ferðamaður að skýlinu sem stoppaði og ræddi við þá. „Hann snéri við með okkur og dró okkur 15-20 kílómetra til baka,“ segir Leifur en ferðamaðurinn dró þá að Áfangafelli þar sem þeir höfðu séð hóp jeppamanna daginn áður. Þegar þangað var komið þökkuðu þeir Ástralanum fyrir aðstoðina og nálguðust jeppahópinn með það í huga að leita aðstoðar. Lítið var þó fyrir því að fara og endaði það svo að hópurinn ók í burtu. Hundarnir sýndu meiri áhuga Leifur segir þá félagana hafa verið vel búna og ekki óttaslegna þrátt fyrir vandann sem þeir stóðu frammi fyrir. Það hafi þó komið honum í opnu skjöldu að vera skilinn eftir án aðstoðar. „Hundarnir þeirra sýndu okkur miklu meiri áhuga en þau,“ segir Leifur. „Ég var smá hissa og sár.“ Þegar Leifur og vinur hans sátu einir eftir við neyðarskýlið við Áfangafell var fátt annað í stöðunni en að hringja á neyðarlínuna. Lítill tími var til stefnu þar sem lítið rafmagn var eftir á farsímum þeirra félaga. „Minn var orðinn rafmagnslaus og síminn hjá félaga mínum var að verða rafmagnslaus,“ segir hann. Náði í björgunarsveitarmann Áður en þeir hringdu í 112 freistaði Leifur þess að hafa uppi á kunningja sínum sem er björgunarsveitarmaður. Það tókst og kom sá hinn sami strax til bjargar. Með hans aðstoð náðu þeir að koma bílnum í gang og gátu þá haldið heim á leið. Í Staðarskála rákust þeir á hópinn að nýju og segir Leifur þá hafa fengið þá tilfinningu að ekki hafi staðið til að hjálpa þeim með nokkrum hætti. „Þau ætluðu sér aldrei að athuga með okkur,“ segir hann.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira