Innlent

Skila af sér frumvarpi í lok árs

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mikil vinna Dögg segir mikið starf þegar hafa átt sér stað.
Mikil vinna Dögg segir mikið starf þegar hafa átt sér stað. Nordicphotos/Getty
„Það er miðað við að við skilum af okkur á síðustu mánuðum þessa árs,“ segir Dögg Pálsdóttir, formaður starfshóps sem vinnur að gerð frumvarps um staðgöngumæðrun. „Í allra síðasta lagi í desember.“ Dögg tók við formennsku nefndarinnar nú í apríl. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gegndi áður stöðunni.

Staðgöngumæðrun var fyrst rædd á Alþingi árið 2007 en þingsályktunartillaga um skipun starfshóps var samþykkt snemma árs 2012. Alþingi skipaði svo í hópinn í september sama ár.

Dögg segir hópinn hafa haldið mikla vinnufundi að undanförnu og það verði aftur gert að loknum sumarfríum. „Vinnuplanið gerir ráð fyrir þessum tímamörkum og við erum algjörlega einbeitt að halda því.“ Til stendur að leggja frumvarpið fram á vorþingi.

Dögg Pálsdóttir
Umfangsmikil gagnaöflun hafði farið fram þegar Dögg tók við formennsku starfshópsins. „Það er mikið búið að vinna í þessu, ég sé það alveg.“

„Ég vil vinna að þessu verkefni þannig að tímaþátturinn sé ekki að valda því að við vöndum ekki til verka. Þetta er þannig vaxið mál að við þurfum að gefa því þann tíma sem þarf,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi í fyrrasumar, spurður hvers vegna vinnan hefði dregist á langinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×