Skíðasamfélagið brjálað út í Jón Gnarr Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 21:39 Það sýður á skíðasamfélaginu. „Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn. Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn.
Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17
Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15