Skattalækkanir Halldór Árnason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15 Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breytingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífskjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrirtækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talnaleikjum sem eru ofar flestra skilningi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað.Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkisstjórnin, neitt skynbragð á samhengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmætasköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnurekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins. Skattalækkanir séu útilokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleiðingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóðfélaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast búferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga.SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt umhverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skattkerfið á að vera skilvirkt tekjuöflunartæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undanskotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skattkerfið. Að öðrum kosti munu lífskjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrirtækja til fjárfestinga, þróunar og nýsköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatttekjum af auknum hagnaði fyrirtækja og tekjum launþega.
Skrautblóm SA "Séð hef ég skrautleg, suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði / áburð, ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði;“ Í skattatillögum Samtaka atvinnulífsins er reiknað út að skattar, án veiðigjalda, hafi hækkað um 76 mia. kr. á föstu verðlagi 2013 frá árinu 2008 til 2013. Skattar 2008 voru um 557 mia. kr. á verðlagi 2013. Með hækkun SA eru það 633 mia. kr. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 eru skatttekjur hins vegar áætlaðar um 508 mia. kr. Með leiðréttingu vegna tilfærslu til sveitarfélaga í millitíðinni gerir það 520 mia. kr. sem er 113 mia. kr. lægra en það sem SA miðar við. Skattar skv. fjárlögum 2013 eru þannig 37 mia. kr. lægri en ekki 76 mia. kr. hærri kr. en skatttekjur 2008 á sama verðlagi. 26. nóvember 2012 11:15
Indriði: SA vill færa „forréttindahópnum“ fyrir hrun stöðu sína aftur "Tillögur SA miða að því að færa þeim sem nutu forréttinda í skattamálum í aðdraganda hrunsins þá stöðu aftur,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og nú ráðgjafi stjórnvalda í skattamálum, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 26. nóvember 2012 12:18
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar