Erlent

Sjúklingur skaut lækni til bana á sjúkrahúsi í Berlín

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir/AFP
Sjúklingur skaut lækni sinn til bana á Charite háskólasjúkrahúsinu í Steglitz hverfi Berlínar fyrr í dag. Lögreglan í Berlín rannsakar nú málið.

Árásarmaðurinn var 72 ára gamall sjúklingur á kjálka- og andlitsskurðardeild. Lögreglan í Berlín hefur ekki undir höndum persónuupplýsingar um árásarmanninn en telja ekki að neitt bendi til að árásin hafi verið skipulögð af hryðjuverkahópum.

Árásin átti sér stað í miðri læknisskoðun. „Við læknisskoðun dróg sjúklingurinn fram byssu og skaut nokkrum skotum að lækninum sem lést af sárum sínum. Árásarmaðurinn sneri byssunni því næst að sjálfum sér og tók eigið líf.“ Sagði Winfrid Wenzel, talsmaður lögreglunnar í Berlín, í samtali við Reuters.

Þetta er fimmta árásin sem gerð er á fólk í Þýskalandi frá 18. júlí. Að lækninum og sjúklingnum meðtöldum hafa 10 látist og tugir hafa særst.


Tengdar fréttir

Fjórða árásin í Þýskalandi á tæpri viku

Í þessum mánuði hefur óvenju mikið verið um skotárásir og fjöldamorð í Evrópu og Bandaríkjunum. Sumir árásarmannanna hafa litið á sig sem einhvers konar erindreka hryðjuverkasamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×