Viðskipti innlent

Sjóvá hagnast um milljarð

ingvar haraldsson skrifar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. vísir/gva
„Góður hagnaður var af vátryggingarekstri Sjóvár og aukning frá fyrra ári. Ávöxtun fjárfestinga var undir væntingum þar sem fjárfestingartekjur drógust saman um 900 milljónir króna á milli ára,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, í afkomutilkynningu til Kauphallar Íslands.

Tryggingarfélagið hagnaðist um 1.029 milljónir króna á síðasta ári og dróst talsvert saman frá árinu 2013 þegar hann var 1.790 milljónir.

Þrátt fyrir minni hagnað jókst afgangur af vátryggingastarfsemi félagsins úr 1.354 milljónum árið 2013 í 1.472 á síðasta ári. Tap af fjárfestingarstarfsemi Sjóvár nam 246 milljónum króna samanborið við 792 milljóna hagnað árið á undan.

Hermann segir að tjónatíðni hafi aukist nokkuð en sé innan eðlilegu sveiflna sem vænta megi í tryggingum. „Einstök stærri tjón og tjón vegna veðurfars og vondrar færðar hafa þar töluverð áhrif, sér í lagi á síðustu vikum ársins. Þrátt fyrir þessa aukningu er tjónahlutfallið sögulega lágt eða 69%. Kostnaður félagsins vegna ökutækjatjóna hefur vaxið og verður áfram fylgst grannt með þeirri þróun,“ segir Hermann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×