FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 07:15

Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair

VIĐSKIPTI

Sjáiđ mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband

 
Fótbolti
23:11 02. MARS 2016
Byrjunarliđ Íslands í leiknum.
Byrjunarliđ Íslands í leiknum. MYND/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Algarve-bikarinn eins og best verður á kosið þegar stelpurnar unnu 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik. Liðið er því þegar búið að gera betur en á mótinu í fyrra.

Íslenska liðið skoraði mörkin sín í sitthvorum enda leiksins, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Íslandi í 1-0 strax á 4. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur.

Belgar jöfnuðu með glæsilegu marki en Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska liðsins í uppbótartíma. Dagný hafði komið inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur.

Sporttv hefur sett saman myndband með mörkunum þremur sem skoruð voru í þessum fyrsta leik Íslands á Algarve-bikarnum 2016 en það má sjá þau hér fyrir neðan.

Þrír aðrir leikir fóru fram í mótinu í dag og Danmörk vann 1-0 sigur á Kanada í hinum leiknum í íslenska riðlinum. Í hinum riðlinum vann Brasilía 1-0 sigur á Nýja-Sjálandi og Rússland vann 1-0 sigur á Portúgal.

Íslensku stelpurnar mæta næst Dönum á föstudaginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Sjáiđ mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband
Fara efst