Bíó og sjónvarp

Sjáðu skiðdreka og herbíla þeysast eftir ísnum á Mývatni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það gekk mikið á við tökur á Fast 8.
Það gekk mikið á við tökur á Fast 8. Mynd/Skjáskot
Tökur á myndinni Fast 8, nýjustu myndinni í Fast and the Furious sagnabálkinum, standa nú yfir í Mývatnssveit. Birt hefur verið myndband af tökunum þar sem sjá má hvar verið er að taka upp mikið atriði á Mývatni þar sem koma fyrir skriðdrekar og skothvellir.

Alla jafna er nokkuð friðsælt við Mývatn en það hefur breyst undanfarna vikur, mikið hefur staðið til enda vel í lagt við tökurnar á Fast 8 myndinni. Í dag kom ein helsta stjarna myndarinnar, Tyrese Gibson, til Íslands þar sem hann verður við tökur en hann greindi frá því í gær að hann yrði eina stjarna myndarinnar sem myndi mæta til Íslands.

Myndbandið af tökunum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband

Upptökur Fast 8 fara fram í Mývatnssveit þessa dagana en einnig verður tekið upp á Akranesi. Nýtt myndband hefur skotið upp kollinum á samskiptamiðlinum Instagram en þar má sjá svakalegan bílaflota keyra á Mývatni og má heyra byssuhvelli í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×