Sigrún verður nýr ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 14:41 Sigrún Magnúsdóttir er elsti þingmaður landsins en hún fagnaði sjötugsafmæli sínu síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun samkvæmt heimildum Vísis leggja þá tillögu fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins síðdegis að Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í Reykjavík og formaður þingflokksins, verði nýr ráðherra flokksins. Sigrún hefur verið orðuð við embætti nýs umhverfis- og auðlindaráðherra en ráðuneytið hefur heyrt undir Sigurð Inga Jóhannsson sem einnig gegnir stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þingflokksfundur Framsóknar hefst klukkan 17. Samþykki þingflokkurinn tillögu Sigmundar Davíðs, sem reikna má með, mun Sigrún mæta á fund ríkistjórnar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 10 í fyrramálið, á gamlársdag.Frá ríkisráðsfundi á dögunum.Vísir/GVAKynjahlutfallið 6:4 Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa haft fimm ráðherra í ríkisstjórninni en Framsókn fjóra. Í rúmt eitt og hálft ár hefur staðið til að skipa fimmta ráðherra Framsóknar og nú er loks komið að skipuninni.Sigrún verður fjórði kvenráðherrann í ríkisstjórninni en af tíu ráðherrum verða nú sex karlar og fjórar konur. Auk Sigrúnar gegnir flokkssystir hennar, Eygló Harðardóttir, embætti félags- og húsnæðismálaráðherra og þá gegna Sjálfstæðiskonurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ólöf Nordal embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra annars vegar og innanríkisráðherra hins vegar.Páll Pétursson hætti á þingi árið 2003 en hann er í dag 77 ára gamall.Gæti bætt met Gunnars Sigrún, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu á árinu og er elsti þingmaður landsins, verður elsti Íslendingurinn til að setjast í stól ráðherra. Hún gæti einnig orðið elsti ráðherra Íslandssögunnar sitji hún í embætti út kjörtímabil Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þá verður hún á 74. aldursári en Gunnar Thoroddsen var 72 ára þegar hann lét af embætti forsætisráðherra í maí 1983. Gunnar var hins vegar 69 ára þegar hann tók við embættinu eða árinu yngri en Sigrún. Eiginmaður Sigrúnar er Páll Pétursson sem gegndi embætti félagsmálaráðherra frá 1995 til 2003. Þau Sigrún munu vera fyrstu hjónin til að gegna bæði embætti ráðherra. Páll var sömuleiðis formaður þingflokks Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 en Sigrún hefur gegnt stöðunni frá 2013. Tengdar fréttir Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir sem orðuð er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 28. desember 2014 16:58 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun samkvæmt heimildum Vísis leggja þá tillögu fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins síðdegis að Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í Reykjavík og formaður þingflokksins, verði nýr ráðherra flokksins. Sigrún hefur verið orðuð við embætti nýs umhverfis- og auðlindaráðherra en ráðuneytið hefur heyrt undir Sigurð Inga Jóhannsson sem einnig gegnir stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þingflokksfundur Framsóknar hefst klukkan 17. Samþykki þingflokkurinn tillögu Sigmundar Davíðs, sem reikna má með, mun Sigrún mæta á fund ríkistjórnar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 10 í fyrramálið, á gamlársdag.Frá ríkisráðsfundi á dögunum.Vísir/GVAKynjahlutfallið 6:4 Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa haft fimm ráðherra í ríkisstjórninni en Framsókn fjóra. Í rúmt eitt og hálft ár hefur staðið til að skipa fimmta ráðherra Framsóknar og nú er loks komið að skipuninni.Sigrún verður fjórði kvenráðherrann í ríkisstjórninni en af tíu ráðherrum verða nú sex karlar og fjórar konur. Auk Sigrúnar gegnir flokkssystir hennar, Eygló Harðardóttir, embætti félags- og húsnæðismálaráðherra og þá gegna Sjálfstæðiskonurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ólöf Nordal embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra annars vegar og innanríkisráðherra hins vegar.Páll Pétursson hætti á þingi árið 2003 en hann er í dag 77 ára gamall.Gæti bætt met Gunnars Sigrún, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu á árinu og er elsti þingmaður landsins, verður elsti Íslendingurinn til að setjast í stól ráðherra. Hún gæti einnig orðið elsti ráðherra Íslandssögunnar sitji hún í embætti út kjörtímabil Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þá verður hún á 74. aldursári en Gunnar Thoroddsen var 72 ára þegar hann lét af embætti forsætisráðherra í maí 1983. Gunnar var hins vegar 69 ára þegar hann tók við embættinu eða árinu yngri en Sigrún. Eiginmaður Sigrúnar er Páll Pétursson sem gegndi embætti félagsmálaráðherra frá 1995 til 2003. Þau Sigrún munu vera fyrstu hjónin til að gegna bæði embætti ráðherra. Páll var sömuleiðis formaður þingflokks Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 en Sigrún hefur gegnt stöðunni frá 2013.
Tengdar fréttir Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir sem orðuð er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 28. desember 2014 16:58 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir sem orðuð er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 28. desember 2014 16:58
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir