Innlent

Sigrún verðlaunuð fyrir sundið yfir Ermarsund

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigrún Þuríður Geirsdóttir með verðlaunin og með Kevin Murphy úr The Channel Swimming & Piloting Federation.
Sigrún Þuríður Geirsdóttir með verðlaunin og með Kevin Murphy úr The Channel Swimming & Piloting Federation. Vísir
Sundkempan Sigrún Þuríður Geirsdóttir hefur verið heiðruð fyrir sund sitt yfir Ermarsund í fyrra. Hún var fyrsta íslenska konan til að synda ein yfir Ermarsundið. Sigrún fékk verðlaunin „The most meritorius swim of the year“ frá samtökunum The Channel Swimming & Pilotin Federation.

Verðlaunin eru kennd við Gertrude Ederle, fyrstu konuna sem synti yfir Ermarsundið fyrir 90 árum síðan. Þau voru veitt af forseta félagsins á árlegum hátíðarkvöldverði CSPF á laugardagskvöldið.

Sigrún synti yfir sundið á 22 klukkustundum og 34 mínútum, en á undanförnum árum hefur um helmingur þeirra sem reynt sundið klárað það.

Aðdáunarvert þótti að Sigrún skyldi klára sundið þar sem hún hafi ekki bakgrunn í íþróttum og hafi lært skriðsund fyrir þremur árum.

Fór á árlegan hátíðarkvöldverð hjá The Channel Swimming & Piloting Federation með Hörpu, Hödda og Jóa mínum. Hitti þar...

Posted by Ermarsund Sigrúnar :-) on Sunday, March 6, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×