Sigrún Pálína: Karl og Hjálmar reyndu að þagga niður í mér 23. ágúst 2010 09:57 Karl Sigurbjörnsson og Ólafur Skúlason. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún hafi ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum. Sigrún var ein þriggja kvenna sem steig fram 1996 ári áður en Ólafur Skúlason sagði af sér biskupsembætti og greindi frá því að hann hafði áreitt sig kynferðislega. Í viðtali við DV í dag segist Sigrún hafa ásamt eiginmanni sínum hitt Hjálmar og Karl árið 1996. Þeir hafi virst reiðbúnir til þess að hjálpa og segir Sigrún að það hafi verið mikill léttir. Hún hafi farið fram á að Ólafur bæði hana opinberlega afsökunar en því hafi hann neitað. „Ég fann að því oftar sem þeir töluðu við Ólaf því niðurdregnari urðu þeir." Breytti yfirlýsingunni Sigrún hitti Karl og Hjálmar aftur tveimur dögum síðar. Hún segir að þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að réttast væri að senda út yfirlýsingu. Hún hafi fallist á að draga mál sitt til baka í fjölmiðilum en að hún drægi sannleikann ekki til baka. Sigrún segir að yfirlýsingin hafi verið handskrifuð og að Karl hafi farið með hana fram til þess að prenta. „Þegar hann kom til baka var hún eins að öllu leiti nema því að hann hafði strokað út þessa setningu um að ég drægi sannleikann ekki til baka, sem var algjört lykilatriði. Mér brá þegar ég sá það. Ég horfði á þá og sagði að þetta gæti ég aldrei skrifað undir," segir í Sigrún í DV. „Hvað með móður þína?" Sigrún segist hafa áttað sig á því að annað hvort hafi Karl og Hjálmar gefist upp fyrir Ólafi eða þá að þeir hafi aldrei ætlað að aðstoða hana. „Ég stóð upp og kvaddi. Þegar ég var að fara spurði Hjálmar hvort ég gæti ekki hætt þessu fyrir börnin mín. Ég sagði: „Nei, ég get ekki hætt þessu fyrir börnin mín því þau vilja að ég segi sannleikann." Þá sagði Karl: „Hvað með móður þína? Getur þú ekki hætt þessu fyrir móður þína sem er sjúk?" Mamma var veik á þessum tíma. Þegar hann sagði þetta brást eitthvað innra með mér og ég sá Karl í nýju ljósi. Karl birtist mér sem einhver allt annar maður," segir Sigrún og bætir við að hún hafi farið af fundinum niðurbrotin af sársauka og sorg.Menn tóku afstöðu með Ólafi eða Sigrúnu Karl sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðkomu hans að málinu. Þar segir Karl að hafa verði í huga að Sigrún hafi kært Ólaf til saksóknara sem ekki hafi talið efni til að birta ákæru í málinu. Innan kirkjunnar hafi menn skiptst í flokka og tekið afstöðu með Ólafi eða Sigrúnu. Þá segir Karl að almenningsálitið hafi kveðið upp sinn dóm og að Ólafur hafi látið af embætti. „Ég vísa því algjörlega á bug að hafa gengið erinda þeirra sem vildu þagga niður málið," segir Karl. Tengdar fréttir Biskup Íslands segist ekki hafa þaggað niður kynferðisbrotamál Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að hann hafi átt einhvern þátt í því að hafa áhrif á meint fórnarlömb þáverandi biskups Íslands, Ólafs Skúlasonar. 22. ágúst 2010 20:02 Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál. 20. ágúst 2010 19:11 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún hafi ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum. Sigrún var ein þriggja kvenna sem steig fram 1996 ári áður en Ólafur Skúlason sagði af sér biskupsembætti og greindi frá því að hann hafði áreitt sig kynferðislega. Í viðtali við DV í dag segist Sigrún hafa ásamt eiginmanni sínum hitt Hjálmar og Karl árið 1996. Þeir hafi virst reiðbúnir til þess að hjálpa og segir Sigrún að það hafi verið mikill léttir. Hún hafi farið fram á að Ólafur bæði hana opinberlega afsökunar en því hafi hann neitað. „Ég fann að því oftar sem þeir töluðu við Ólaf því niðurdregnari urðu þeir." Breytti yfirlýsingunni Sigrún hitti Karl og Hjálmar aftur tveimur dögum síðar. Hún segir að þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að réttast væri að senda út yfirlýsingu. Hún hafi fallist á að draga mál sitt til baka í fjölmiðilum en að hún drægi sannleikann ekki til baka. Sigrún segir að yfirlýsingin hafi verið handskrifuð og að Karl hafi farið með hana fram til þess að prenta. „Þegar hann kom til baka var hún eins að öllu leiti nema því að hann hafði strokað út þessa setningu um að ég drægi sannleikann ekki til baka, sem var algjört lykilatriði. Mér brá þegar ég sá það. Ég horfði á þá og sagði að þetta gæti ég aldrei skrifað undir," segir í Sigrún í DV. „Hvað með móður þína?" Sigrún segist hafa áttað sig á því að annað hvort hafi Karl og Hjálmar gefist upp fyrir Ólafi eða þá að þeir hafi aldrei ætlað að aðstoða hana. „Ég stóð upp og kvaddi. Þegar ég var að fara spurði Hjálmar hvort ég gæti ekki hætt þessu fyrir börnin mín. Ég sagði: „Nei, ég get ekki hætt þessu fyrir börnin mín því þau vilja að ég segi sannleikann." Þá sagði Karl: „Hvað með móður þína? Getur þú ekki hætt þessu fyrir móður þína sem er sjúk?" Mamma var veik á þessum tíma. Þegar hann sagði þetta brást eitthvað innra með mér og ég sá Karl í nýju ljósi. Karl birtist mér sem einhver allt annar maður," segir Sigrún og bætir við að hún hafi farið af fundinum niðurbrotin af sársauka og sorg.Menn tóku afstöðu með Ólafi eða Sigrúnu Karl sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðkomu hans að málinu. Þar segir Karl að hafa verði í huga að Sigrún hafi kært Ólaf til saksóknara sem ekki hafi talið efni til að birta ákæru í málinu. Innan kirkjunnar hafi menn skiptst í flokka og tekið afstöðu með Ólafi eða Sigrúnu. Þá segir Karl að almenningsálitið hafi kveðið upp sinn dóm og að Ólafur hafi látið af embætti. „Ég vísa því algjörlega á bug að hafa gengið erinda þeirra sem vildu þagga niður málið," segir Karl.
Tengdar fréttir Biskup Íslands segist ekki hafa þaggað niður kynferðisbrotamál Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að hann hafi átt einhvern þátt í því að hafa áhrif á meint fórnarlömb þáverandi biskups Íslands, Ólafs Skúlasonar. 22. ágúst 2010 20:02 Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál. 20. ágúst 2010 19:11 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Biskup Íslands segist ekki hafa þaggað niður kynferðisbrotamál Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að hann hafi átt einhvern þátt í því að hafa áhrif á meint fórnarlömb þáverandi biskups Íslands, Ólafs Skúlasonar. 22. ágúst 2010 20:02
Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál. 20. ágúst 2010 19:11