Innlent

Sigríður segir millidómsstigið fyrirferðarmest

Snærós Sindradóttir skrifar
Sigríður með Íslandskort á skrifstofu sinni í bakgrunn.
Sigríður með Íslandskort á skrifstofu sinni í bakgrunn. vísir/vilhelm
Fréttablaðið náði tali af þeim sem nú taka við ráðherraembætti og spurði þau sömu fimm spurninganna. Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra.

Hvert verður þitt fyrsta verk?

Að koma mér inn í þessi mikilvægu mál sem hér eru unnin. Ég get ekki komið með forgangsröðina og listann núna en það eru mörg mikilvæg mál í farvegi og það þarf að halda þeim til streitu.

Hvað gerði forveri þinn vel í starfi?

Það er nú svo margt. Mér dettur helst í hug að hefja undirbúning á stofnun millidómstigs sem er mikil réttarbót og hefur lengi verið kallað eftir hér. Það er eitt stærsta mál fráfarandi ríkisstjórnar. Það er það sem mér dettur í hug.

Hvað hefði betur mátt fara hjá forvera þínum?

Ég veit ekki til þess. Það hefur allt gengið vel og ég tek við mjög góðu búi.

Hvaða verkefni verður fyrirferðarmest í þínu ráðuneyti á kjörtímabilinu?

Þau eru öll mikilvæg en ég tel að það sé mikilvægt að vel takist til með millidómstigið. Framkvæmdina á því og að hrinda því úr vör.

Sóttist þú sérstaklega eftir þessu ráðuneyti?

Nei. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×