Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2016 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16