Innlent

Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur er sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook.
Sigmundur er sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. Vísir/Getty/GVA
„Sumir ættu að fara að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo ...sérstaklega þegar um hríðskotabyssur er að ræða.“

Þetta segir í Facebook-færslu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem birt var í kvöld. Sigmundur vísar hér til umræðu dagsins um aukin skotvopnabúnað íslensku lögreglunnar en sú ákvörðun að vopna lögreglu 150 hríðskotabyssum og nokkru magni af skammbyssum hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum þingmönnum.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, tjáði sig einnig um málið á Facebook í kvöld, þar sem hann fullyrðir að byssurnar hafi verið gjöf frá Norðmönnum og ekki keyptar.

Innlegg forsætisráðherra í umræðuna vekur ekki mikla lukku ef tekið er mið af ummælum ýmissa Facebook-notenda við færslu hans. Ummælin eru kölluð „sprell“ og „ósmekklegur djókur“ og hann sagður gera „lítið úr málinu“ með orðum sínum.

Færslu ráðherra og ummæli við hana má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×