Viðskipti innlent

Sex milljónasti farþeginn lenti á Keflavíkurflugvelli í dag

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sex milljónasta farþega ársins var fagnað á Keflavíkurflugvelli í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegar ná sex milljónum innan sama árs. Tekið var á móti fimm milljónasta farþeganum í september á þessu ári.

Hjónin Jaqueline og Stephe Playford voru farþegar númer sex milljón og komu þau með flugi Icelandair frá Gatwick flugvelli í London.

Starfsfólk Isavia, Icelandair og Kynnisferða leysti hjónin út með blómum, gjöf frá Cintamani, skoðunarferðum mum Ísland og flugi á einhvern áfangastað Icelandair. Þetta er fyrsta ferð þeirra hjóna til Íslands og hugðust þau njóta náttúrunnar og vonuðust til að sjá norðurljósin.

Von á átta milljónum árið 2017

Þessir sex milljónir farþega skiptast nánast jafnt í þrennt, tvær milljónir komufarþega, tvær milljónir brottfararfarþega og tvær milljónir skiptifarþega. 4,85 milljónir farþega fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, en í ár gerir Isavia ráð fyrir um 6,8 milljónum farþega. 

Fjölgunin hefur hröð undnafarin ár og verður fjöldinn í ár ríflega þrefalt meiri en hann var árið 2010, þegar hann var rétt rúmlega tvær milljónir. Á næsta ári er gert ráð fyrir að farþegarnir fari yfir átta milljónir og verði þá tækifæri til að fagna sjöttu og áttundu milljóninni.

Myndband af komu þeirra hjóna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×