Erlent

Sex létust í snjóflóði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Sex eru látnir eftir snjóflóð sem féll í frönsku Ölpunum í gær. Hinir látnu voru franskir ríkisborgarar, tvær konur og sex karlar, á aldrinum 50-70 ára. Þau eru öll sögð hafa verð þaulreyndir skíðamenn.

Leit að fólkinu hófst seint í gærkvöld eftir að það hafði ekki skilað sér heim. Skömmu síðar fundust lík þriggja og þrjú fundist snemma í dag.

Alls hafa sautján látist í snjóflóðum í Frakklandi í vetur. Á fimmtudag létust tveir skíðamenn, annar þeirra leiðsögumaður. Degi síðar, eða á föstudag, féll breskur skíðamaður um tæpa 100 metra og lést við fallið. Alls hafa þrjátíu manns látist í Ölpunum öllum í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×