Viðskipti innlent

Sértryggð skuldbréf til umræðu á alþingi

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi til laga um sértryggð skuldabréf á alþingi.

Í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að sértryggð skuldabréf beri öll einkenni hefðbundinna skuldabréfa en njóta sérstaks tryggingar- og fullnusturéttar í tryggingasafni, ólíkt hefðbundnum skuldabréfum. Útgáfa sértryggðra skuldabréfa er einkar heppileg við fjármögnun fasteignalána til langs tíma.

Frumvarpið setur lagalegan ramma fyrir slík skuldabréf. Sá rammi er grundvöllur slíkrar útgáfu og með honum eru sköpuð skilyrði fyrir lækkun langtímavaxta til húsnæðiskaupa, sem er afar brýnt hagsmunamál fyrir almenning á Íslandi.

Í frumvarpinu er lagt til að ýmsar efnisreglur laga um samningsveð gildi um sértryggð skuldabréf, að sérstakar reglur gildi um vörslu og skráningu tryggingasafna og að réttindum þeim sem sértryggt skuldabréf hefur í tryggingasafni þurfi ekki að þinglýsa. Ennfremur eru lögfestar reglur um greiðslur af sértryggðu skuldabréfi ef útgefandi fær greiðslustöðvun og sérreglur um greiðslur í tilfelli gjaldþrots útgefenda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×