Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16