Viðskipti innlent

Segja Vegagerðina innan fjárheimilda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
„Vegagerðin í heild er innan fjárheimilda, fyrstu sex mánuði ársins hafa útgjöld numið 44 prósentum af fjárheimildum alls ársins. Þrátt fyrir það er viðvarandi halli á vetrarþjónustunni vegna erfiðs árferðis undanfarna vetur.“

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að komið hafi í ljós að við sex mánaða uppgjör Fjársýslunnar hafi útgjaldadreifing fjárheimilda ekki verið rétt notuð. Miðað við að 35 prósent af tekjum ársins kæmu til greiðslu á fyrri hluta ársins.

„Útgjöldin eftir fyrstu 6 mánuðina voru hins vegar um 44% af fjárheimildunum. Í stað þess að Vegagerðin í heild hafi farið fram úr fjárheimildum sínum var staðan því jákvæð um rúman milljarð  á miðju ári enda aðal framkvæmdatíminn rétt að byrja.“

Þó segir að hins vegar hafi verið viðvarandi halli á vetrarþjónustulið stofnunarinnar vegna erfiðs árferðis undanfarna vetur. Erfitt hafi verið að vinda ofan af því.

„Farið verður yfir þessi atriði á fundi innanríkisráðuneytisins með fjárlaganefnd 25. ágúst og frekari skýringar gefnar eftir því sem óskað verður eftir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×