Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Jóhannes Stefánsson skrifar 9. febrúar 2014 21:00 Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð? Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð?
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira