Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Jóhannes Stefánsson skrifar 9. febrúar 2014 21:00 Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð? Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð?
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira