Segir útspil OR í ætt við pólitíska refskák Svavar Hávarðsson skrifar 12. júní 2013 07:00 Guðmundur Þóroddsson segir ekkert benda til þess að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. fréttablaðið/gva „Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Sjá meira
„Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR hyggst tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn til að tryggja full afköst. Verði þessi leið farin setur það spurningarmerki við uppbyggingu virkjunar í Hverahlíð. Orka þaðan er ætluð álveri Norðuráls í Helguvík. Guðmundur segir þessa framsetningu OR ekki standast skoðun og staðan á Hellisheiði sé máluð of svörtum litum. Ekkert hafi breyst, en aldrei hafi verið farið í að bora viðhaldsholur á móti minnkandi þrýstingi eins og alltaf stóð til. „Þetta á við um allar jarðhitavirkjanir,“ segir Guðmundur og bendir á að hægt sé að koma fyrir a.m.k. níu til tíu viðhaldsholum á besta svæðinu við Hellisheiðarvirkjun. Það myndi duga til að viðhalda þrýstingi í jafn mörg ár miðað við 2,3% samdrátt eins og nú er [6 megavött]. „Að segjast eiga blásandi holur í Hverahlíð, og að skynsamlegra sé að nota þær en að fjárfesta í nýjum holum er eitt. Eins að rekstrarlega hagkvæmara sé að hafa virkjunina við hliðina á Hellisheiðarvirkjun, en það er allt önnur umræða en að ekki sé til næg orka.“ Guðmundur segist engin gögn hafa séð sem benda til þess að svæðið sé að dala hraðar en reiknað var með og að enginn hafi haldið því fram að orka sé að ganga til þurrðar á Hellisheiðarsvæðinu. „Svo er það dapurlegt að með þessu gáleysistali setja menn útflutning jarðhitaþekkingar, sem skilar milljörðum á ári til þjóðarbúsins, í hættu. Allt svona er dregið fram af samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það verða menn að athuga.“Umhverfisumræða á Íslandi á villigötumGuðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi. „En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins,“ segir Guðmundur.Hraðinn við Hellisheiði óheppilegurSveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola,“ segir Sveinbjörn og telur að hver áfangi ætti að vera um 50 megavött.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Sjá meira