Segir ummæli um samkynhneigða tekin úr samhengi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2013 19:52 Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. MYND/GETTY Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum. Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum.
Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54