Segir kynjahlutafallið í Hæstarétti óheppilegt Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. október 2013 14:26 „Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira