Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Ingibjörg Kristjánsdóttir. „Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á. Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn biðjast ekki afsökunar á útlendingafrumvarpinu BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
„Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á.
Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn biðjast ekki afsökunar á útlendingafrumvarpinu BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00