Segir dóttur sína ekki hafa þurft að deyja Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 19:45 Faðir konu sem lést í ágústmánuði m.a. vegna ofneyslu morfínlyfja sem hún fékk ávísað frá einum og sama lækninum segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja af óhóflegum lyfjaávísunum lækna. Hann telur kerfið hafa brugðist dóttur hans. Markús Kristjánsson greindi frá sögu Elísabetar fjörtíu og fjögurra ára gamallar dóttur sinnar í Fréttablaðinu fyrir viku en hún lést í ágúst síðast liðnum m.a. vegna óhóflegrar neyslu morfínlyfja. Síðustu fimm mánuðina sem hún lifði fékk hún meira en 2.200 morfíntöflur ávísaðar af einum og sama lækninum. En vandamál hennar byrjuðu fyrir um tveimur árum þegar hún leitaði sér lækninga vegna veikinda í meltingarvegi. Elísabet heitin skildi eftir sig mikið magn af lyfjum, eins og sést í viðtali Heimis Más við Markús í dag. „En hún var búin að plokka sterkustu morfínlyfin úr daglegum skömmtum sínum“ segir Markús. Þá hafi margt fólk haft samband við hann og greint frá lyfjavanda barna sinna. Fólk þori hins vegar ekki að gera sögur sínar opinberar þar sem börn þeirra í lyfjavanda sé enn á lífi. Markús segir dóttur hans hafi vegnað best þegar hún fékk aðhlynningu á geðdeild en það hafi verið í allt of skamman tíma. Í fréttum okkar á mánudag greindum við frá því að engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur fara í gang hjá Landlækni þegar ávísað er mikið af ávanabindandi lyfjum á fólk, jafnvel af sama lækninum. En það stendur til bóta með gagnagrunni sem verður öllum læknum opinn innan nokkurra mánaða. Markús segir verulegra úrbóta þörf. Hann telur að dóttir hans hafi misst lífið vegna mistaka margra í heilbrigðiskerfinu. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef hún hefði fengið rétta aðstoð,“ segir Markús m.a. í viðtalinu við Heimi Má sem sjá má hér að ofan. Tengdar fréttir Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15 Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Faðir konu sem lést í ágústmánuði m.a. vegna ofneyslu morfínlyfja sem hún fékk ávísað frá einum og sama lækninum segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja af óhóflegum lyfjaávísunum lækna. Hann telur kerfið hafa brugðist dóttur hans. Markús Kristjánsson greindi frá sögu Elísabetar fjörtíu og fjögurra ára gamallar dóttur sinnar í Fréttablaðinu fyrir viku en hún lést í ágúst síðast liðnum m.a. vegna óhóflegrar neyslu morfínlyfja. Síðustu fimm mánuðina sem hún lifði fékk hún meira en 2.200 morfíntöflur ávísaðar af einum og sama lækninum. En vandamál hennar byrjuðu fyrir um tveimur árum þegar hún leitaði sér lækninga vegna veikinda í meltingarvegi. Elísabet heitin skildi eftir sig mikið magn af lyfjum, eins og sést í viðtali Heimis Más við Markús í dag. „En hún var búin að plokka sterkustu morfínlyfin úr daglegum skömmtum sínum“ segir Markús. Þá hafi margt fólk haft samband við hann og greint frá lyfjavanda barna sinna. Fólk þori hins vegar ekki að gera sögur sínar opinberar þar sem börn þeirra í lyfjavanda sé enn á lífi. Markús segir dóttur hans hafi vegnað best þegar hún fékk aðhlynningu á geðdeild en það hafi verið í allt of skamman tíma. Í fréttum okkar á mánudag greindum við frá því að engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur fara í gang hjá Landlækni þegar ávísað er mikið af ávanabindandi lyfjum á fólk, jafnvel af sama lækninum. En það stendur til bóta með gagnagrunni sem verður öllum læknum opinn innan nokkurra mánaða. Markús segir verulegra úrbóta þörf. Hann telur að dóttir hans hafi misst lífið vegna mistaka margra í heilbrigðiskerfinu. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef hún hefði fengið rétta aðstoð,“ segir Markús m.a. í viðtalinu við Heimi Má sem sjá má hér að ofan.
Tengdar fréttir Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15 Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15
Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30
Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels