Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 19:30 Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06