Segir augnblæðingu hjá dóttur sinni ekki fölsun Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 05:00 Blætt hefur daglega úr augum, eyrum og nefi Heklu Rúnar Árskóg síðan í nóvember árið 2014 að sögn móður hennar Lilja Bára Kristjánsdóttir Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku á Dalvík, segir læknavísindin standa ráðþrota gagnvart blæðingum dóttur sinnar, Heklu Rúnar Árskóg. Blætt hefur daglega úr augum, nefi eða eyrum hennar síðan í nóvember 2014. Sjálfskaðahegðun og sjálfsvígshugsanir eru farnar að skjóta upp kollinum vegna þessara blæðinga. „Þetta byrjar allt í nóvember 2014 þegar hún fær smá högg á kinnbeinið, síðan þá hefur blætt daglega, úr augum og nefi og eyrum. Einnig hefur hún kastað upp blóði. Það virðist vera þannig að læknavísindin sjái ekkert líkamlega athugavert við hana og við fáum litla sem enga hjálp,“ segir Lilja Bára. Lilja Bára segir dóttur sína nú í sambandi við geðlækni til að hjálpa til við andlegt heilbrigði hennar en síðasta árið hefur heilsu hennar hrakað mikið. „Að finna bréf sem hún hefur falið inn í herbergi hjá sér um að lífið sé ekki þess virði að lifa því og að hún eigi ekki að lifa og sjá teikningar veldur gríðarlegum áhyggjum og þá stendur manni ekki á sama,“ segir Lilja Bára.Lilja Bára Kristjánsdóttir.Vísir/SveinnAugnlæknir í Reykjavík sagðist ekki geta gert neitt fyrir dótturina þar sem myndir af blæðingum dótturinnar væru líklega falsaðar og að þetta væri allt sviðsett. Lilja Bára kveðst skilja tortryggnina og að fólk haldi að þetta sé tilbúningur hjá þeim mæðgum. „Ég hef alveg fengið þær upplýsingar eins og þetta sé teiknað, en þegar fólk sér þetta þá liggur það í augum uppi að þetta er ekki uppspuni,“ segir Lilja Bára. „Fólk hefur horft á hana byrja að blæða í skólanum. Skólasystkini og starfsfólk skólans hefur séð þetta gerast. Ég hefði líka haldið að hún væri orðin þreytt á því ef hún væri að búa til sömu söguna í allt að tvö ár. Það er líka þreytandi að hlusta á að þetta sé einhver tilbúningur. Það er erfitt að fá engin svör og vita ekkert hvað veldur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“ Lilja Bára Kristjánsdóttir, einstæð móðir á Dalvík, segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. 9. janúar 2017 12:19