Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Súpan með pappírnum innkölluð

Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni.

Neytendur


Fréttamynd

Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur

Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö fjöl­býlis­hús í stað bensín­stöðvar á Háa­leitis­braut

Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagn­rýna seina­gang olíu­fé­laganna og ýja að sam­ráði

ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni.

Neytendur
Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sögu­legur hagnaður á samrunatímum

Hagnaður Kviku banka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam rúmlega 1,4 milljarði króna samanborið við 777 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjórinn telur samruna við Arion banka munu taka níu til tólf mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óskar úr fjar­skiptum í fiskinn

Óskar Hauksson hefur verið ráðinn fjármálastjóri landeldisfyrirtækisins First Water. Greint var frá því í gær að hann hefði óskað eftir starfslokum sem fjármálastjóri Símans eftir fjórtán ára starf. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunur um listeríu í vin­sælum ostum

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Neytendur
Fréttamynd

Lægri tollar á sam­keppnis­ríkin veiki stöðuna svo um munar

Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi.

Viðskipti innlent