Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þekkingarverðlaun FVH – Félagi viðskipta- og hagfræðinga – voru afhent í 25. skipti. Arion banki var valinn Þekkingarfyrirtæki ársins og Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH. Viðskipti 19.5.2025 09:42
Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er bjartsýnn á horfur í íslensku atvinnulíf en segir stjórnvöld þurfi að vinna með atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að samtalið sé virkt og opið þar á milli. Jón Ólafur ræddi efnahags- og tollamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 19.5.2025 09:04
Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. Viðskipti innlent 19.5.2025 07:33
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16.5.2025 12:01
Þjónustudagur Toyota Árlegur þjónustudagur Toyota verður á laugardag, 17. maí frá kl. 11 – 15. Valdir þjónustuaðilar taka vel á móti Toyota- og Lexuseigendum, bíllinn fær sumarþvott, gestir fá glaðning í bílinn og boðið verður upp á grill og skemmtun. Samstarf 16.5.2025 10:57
Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar. Viðskipti innlent 16.5.2025 10:37
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Reitir hafa gengið til samninga við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Fasteignin hýsti áður höfuðstöðvar Icelandair. Viðskipti innlent 16.5.2025 10:31
Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Tilboð í tilboðsbók A í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka námu 88,2 milljörðum króna. Þau bárust frá 31.274 einstaklingum. Viðskipti innlent 16.5.2025 09:50
Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. Atvinnulíf 16.5.2025 07:02
„Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15.5.2025 23:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15.5.2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51
Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:38
Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Viðskipti innlent 15.5.2025 15:05
Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. Viðskipti innlent 15.5.2025 13:32
Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15.5.2025 12:29
Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá félaginu, tekur tímabundið við stöðunni. Viðskipti innlent 15.5.2025 10:01
Landsbankinn við Austurstræti falur Landsbankinn hefur auglýst hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík til sölu. Óskað er eftir tilboðum í húsin sem verða aðeins seld í einu lagi. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:58
Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi á miðvikudaginn í næstu viku. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:57
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:15
Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Lokadagur Nýsköpunarviku, eða Iceland Innovation Week, fer fram í Kolaportinu í Reykjavík í dag. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:01