Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Viðskipti innlent 29.9.2025 15:38
Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Einn farþega Play sem átti flug til Tenerife í morgun segist efast um að hún og fjölskyldan muni fara til Tene í bráð. Flugmiðar sem hún hafi skoðað í morgun hafi síðan þá hækkað um tugi þúsunda. Viðskipti innlent 29.9.2025 14:37
Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Tveir hópar eru í Vilníus í Litáen á vegum ferðaskrifstofunnar Eventum Travel og áttu bókað flug heim með Play í gær. Fluginu var frestað til dagsins í dag og verður því ekki farið. Ferðaskrifstofan hefur tekið flugvél á leigu fyrir fimmtán milljónir króna og vonast til þess að geta komið fleiri Íslendingum heim í kvöld. Viðskipti innlent 29.9.2025 14:34
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. Neytendur 29.9.2025 10:30
Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Alfreð hefur ráðið Elsu Thorsteinsson sem nýjan markaðs- og sölustjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 29.9.2025 10:13
Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. Viðskipti innlent 29.9.2025 09:58
Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði HMS stendur fyrir opnum fundi um stöðu aðfluttra á húsnæðismarkaði klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 29.9.2025 09:30
„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ „Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor. Atvinnulíf 29.9.2025 07:01
Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. Viðskipti innlent 27.9.2025 15:01
Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. Atvinnulíf 27.9.2025 10:03
Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins skrifuðu í dag undir samrunasamning. Ekki verður þó af samrunanum nema hann verði samþykktur á sjóðfélagafundum og af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Viðskipti innlent 26.9.2025 16:26
Lagning gjaldþrota Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. Viðskipti innlent 26.9.2025 13:58
Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Steinþór Pálsson hefur verið ráðinn forstjóri Thor landeldis. Viðskipti innlent 26.9.2025 12:31
Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum. Viðskipti erlent 26.9.2025 10:58
Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Það er svo mikið talað um hversu erfitt það er fyrir fólk eftir fimmtugt að fá vinnu, að eflaust þora sumir á þessum aldri ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda að segja upp í vinnunni sinni. Þótt fólk sé kannski orðið dauðþreytt á starfinu og dreymir alla daga um eitthvað annað. Atvinnulíf 26.9.2025 07:02
Að líða eins og svikara í vinnunni Ein af fjölmörgum góðum greinum Harvard Business Review hefst á fyrirsögninni: Þú ert enginn svikari, þú ert frábær (e. You're Not an Imposter. You're Actually Pretty Amazing). Atvinnulíf 26.9.2025 07:02
Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Edda María Birgisdóttir hefur verið ráðin til að leiða nýja, stafræna markaðsþjónustu vefstofunnar Vettvangs. Edda María starfaði áður hjá frá Ístex hf. sem viðskiptastjóri og sá um markaðsmál og dótturfyrirtækið, Lopidraumur. Viðskipti innlent 25.9.2025 19:05
Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sex starfsmönnum Fjársýslu ríkisins var sagt upp störfum í dag. Viðskipti innlent 25.9.2025 16:21
Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Guðný Halldórsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka og Kristófer Orri Pétursson hefur hafið störf í gjaldeyrismiðlun sama banka. Viðskipti innlent 25.9.2025 13:15
Viðskiptavinurinn alltaf í fókus BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins. Samstarf 25.9.2025 12:21
Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Kostnaður ríkisins við þriðja útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Það nemur 2,22 prósent af heildarsöluandvirðinu. Viðskipti innlent 25.9.2025 11:13
Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði mælist verðbólga þannig 4,1% en er 3,2% sé húsnæði tekið út fyrir sviga. Viðskipti innlent 25.9.2025 09:28
Bein útsending: Framsýn forysta Forseti Íslands, forseti ÍSÍ og forstjórar Amaroq og Landsnets halda erindi á haustráðstefnu Stjórnvísi sem ber yfirskriftina Framsýn forysta sem er þema félagsins starfsárið 2025 til 2026. Viðskipti innlent 25.9.2025 08:02
„Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Í raun er þetta svakalegur viðbótarkraftur sem maður fær í vinnuna sína, ef gervigreindin er nýtt á réttan hátt. Sjálf hef ég fengið miklu meiri dýnamík í vinnuna miðað við það sem ég hefði áður þorað að vona,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Strategíu. Atvinnulíf 25.9.2025 07:03