Fréttamynd

Engin ást eftir milli flug­manna og stjórn­enda

Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. 

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund

Einn farþega Play sem átti flug til Tenerife í morgun segist efast um að hún og fjölskyldan muni fara til Tene í bráð. Flugmiðar sem hún hafi skoðað í morgun hafi síðan þá hækkað um tugi þúsunda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Koma fólkinu heim með fimm­tán milljóna króna leigu­flugi

Tveir hópar eru í Vilníus í Litáen á vegum ferðaskrifstofunnar Eventum Travel og áttu bókað flug heim með Play í gær. Fluginu var frestað til dagsins í dag og verður því ekki farið. Ferðaskrifstofan hefur tekið flugvél á leigu fyrir fimmtán milljónir króna og vonast til þess að geta komið fleiri Íslendingum heim í kvöld.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“

„Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Spennandi tími til að opna nýjan fjöl­miðill

Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sann­færð um að hún var Skoti í fyrra lífi

Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar.  

Atvinnulíf
Fréttamynd

Lagning gjald­þrota

Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump setur tolla á lyf, vöru­bíla og hús­gögn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki of seint að breyta starfs­frama eða vinnu eftir fimm­tugt

Það er svo mikið talað um hversu erfitt það er fyrir fólk eftir fimmtugt að fá vinnu, að eflaust þora sumir á þessum aldri ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda að segja upp í vinnunni sinni. Þótt fólk sé kannski orðið dauðþreytt á starfinu og dreymir alla daga um eitthvað annað.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Við­skipta­vinurinn alltaf í fókus

BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins.

Samstarf