Skoðun

Fréttamynd

Er krónan að valda á­tökum á milli kyn­slóða?

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Eins og hlutirnir hafa verið að þróast í samfélaginu undanfarin ár með auknum kröfum á stjórnvöld og sveitarfélög er að mínu viti að byggjast upp mikil spenna á milli kynslóða. Þessi spenna lýsir sér þannig að unga fólkið sem er að koma sér af stað í samfélaginu með því að stofna fjölskyldur kallar eftir meiri og meiri stuðningi opinberra aðila við að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn. Nýjasta krafan sem fékkst fram eru fríar máltíðir í skólum óháð efnahag foreldra.

Skoðun

Fréttamynd

Var­huga­verð þróun í leik­skóla­málum

Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín.

Skoðun
Fréttamynd

Bóf-ar(ion)?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki allt að koma með fjár­laga­frum­varpinu

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varpið dreg­ur ekki úr verðbólgu­vænt­ing­um, eft­ir­spurn og fram­boðsskorti á hús­næði fyr­ir venju­legt fólk. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt gegn verðbólg­unn­i, aðhald minnk­ar og halla­rekst­ur dreg­ur ekki úr verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­mark­tæk skoðana­könnun

Marinó G. Njálsson skrifar

Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“

Skoðun
Fréttamynd

Ef Trump tapar kosningunum…

Jun Þór Morikawa skrifar

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur.

Skoðun
Fréttamynd

Við­skipta­þvinganir gegn Ísrael

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Á­herslur ráð­herra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Snúum hjólunum á­fram

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Búðu til pláss – fyrir öll börn

Birna Þórarinsdóttir skrifar

Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF.

Skoðun
Fréttamynd

Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin

Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Líf án ótta og gjöfin í and­legri vakningu

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Líf án ótta. Grein sem ég er búin að vera með í maganum í nokkra mánuði, en er loks nú að fá sinn stað í sólinni. Og eins og áður þá ætla ég að skrifa þessa grein í smá ADHD stíl. Eins og mér finnst gaman að gera. 

Skoðun
Fréttamynd

Dansaðu vindur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Þessi stórskrítnu norm í óbarnvænu sam­fé­lagi

Sólveig María Svavarsdóttir skrifar

Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Um vaxta­hækkanir og verð á hveiti

Haukur Skúlason skrifar

Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi byggir á mönnun og launum

Jórunn Frímannsdóttir skrifar

Öryggi í heilbrigðisþjónustu er í beinu samhengi við mönnun fagfólks innan geirans. Á ráðstefnu Bandalags hjúkrunarfélaga á Norðurlöndunum, NNF, sem haldin var á Íslandi í síðustu viku voru kynntar rannsóknarniðurstöður sem allar bentu á mikilvægi fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þegar kemur að öryggi sjúklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Mammon hefur náð líf­eyris­sjóðum á sitt band

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni.

Skoðun
Fréttamynd

For­gangs­orkan verður ekki skert

Tinna Traustadóttir skrifar

Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hyggja - hvað er það?

Árný Ingvarsdóttir skrifar

Umhyggja – félag langveikra barna var stofnað árið 1980 og er því 44 ára í ár. Þótt starfsemi félagsins hafi vaxið og þróast í gegnum tíðina hefur markmið félagsins frá stofnun verið að gæta hagsmuna langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Við höfðum öll rangt fyrir okkur“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýzkalands, í kjölfar þess að rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar árið 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Í­þrótta­hreyfingin og gervi­verk­taka

Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar

Frjáls félagasamtök eru ein af undirstöðum blómlegs samfélags. Ég þori að fullyrða að öll reiðum við okkur á þjónustu eða tökum þátt í starfsemi einhverra félagasamtaka í gegnum ævina, hvort sem það eru íþróttafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög eða önnur félagasamtök.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um til­finningar

Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar

Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar.

Skoðun
Fréttamynd

Óttinn við ís­lensku raf­krónuna

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Hugsunin um íslensku rafkrónuna var ótti sem var magnaður smá upp í mér þegar ég gekk í gegnum eldskírn á ótta í andlegri vakningu. Nú einu og hálfu ári seinna, þá situr þessi ótti enn í mér. Spurningar sem ég hef haft í huga frá því ég tók eftir rafkrónunni standa flest allar enn ósvaraðar og áhuginn á því að ræða að hey, það er kominn nýr gjaldmiðill hér í landi, er ekkert svo mikill.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til Sjúkra­trygginga Ís­lands – hugsum í lausnum

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað hefur Ís­land gert?

Katla Þorvaldsdóttir skrifar

WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum.

Skoðun

Björn Berg Gunnarsson

Hver eru á­hrif þess að selja sumar­bú­stað?

Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert.


Meira

Kristrún Frostadóttir

Varan­legt vopna­hlé og sjálf­stæð Palestína

Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni.


Meira

Ólafur Stephensen

Glæpur án tjóns?

Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Við mót­mælum…

Einstæð móðir á örorkubótum hefur með harðfylgi og útsjónarsemi náð að eignast og halda íbúð. Hún festi vexti fyrir nokkrum árum og hefur greitt 120.000 krónur á mánuði af lánunum. En svo „féll snjóhengjan“, vextirnir losnuðu og núna á hún að greiða 270.000 krónur í hverjum mánuði.


Meira

Konráð S. Guðjónsson

Ruglað um verð­bólgu og ríkis­fjár­mál

Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Skattaafsláttur af börnum

Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju.


Meira

Andrés Ingi Jónsson

Snúum hjólunum á­fram

Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar.


Meira

Erna Bjarnadóttir

„Smækkunar“gler Við­skipta­ráðs

Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum.


Meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Vetur að vori - stuðningur eftir ó­veður

Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð.


Meira

Halla Signý Kristjánsdóttir

Mammon hefur náð líf­eyris­sjóðum á sitt band

Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni.


Meira

Gunnar Smári Egilsson

Framtíðin er í húfi

Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu.


Meira

Kolbrún Baldursdóttir

Það versta er að bíða og gera ekki neitt

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning?


Meira