Skoðun

Fréttamynd

Ég kýs…

Gísli Ásgeirsson skrifar

Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor.

Skoðun

Fréttamynd

Forsetaframboð í Fellini stíl

Stefán Ólafsson skrifar

Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar þú 65 prósent skatt af þínum tekjum?

Guðfinnur Sigurvinsson skrifar

Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. 

Skoðun
Fréttamynd

Brúarsmið á Bessa­staði

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar

Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá.

Skoðun
Fréttamynd

Nú getum við brotið blað

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum loftslagsaðgerðir, ekki grænþvott

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju bara hálft skref á­fram?

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur í þágu mann­úðar og sam­fé­lags

Anna María Gunnarsdóttir skrifar

Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er Reykja­vegur?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Skoðun
Fréttamynd

Af auð­valds­mönnum og undir­lægju­hætti

Ester Hilmarsdóttir skrifar

Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. 

Skoðun
Fréttamynd

Hafðu á­hrif á líf barna

Ída Björg Unnarsdóttir skrifar

Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­bætum sam­göngur

Logi Einarsson skrifar

Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%.

Skoðun
Fréttamynd

Norska veiði­stöðin

Friðrik Erlingsson skrifar

Elsta nafnið sem norrænir menn gáfu Íslandi var nafnið „Veiðistöð.“ Það er annars vegar sterk vísbending um að vitneskjuna um landið fengu þeir frá fólki á Bretlandseyjum, sem sótt hafði hingað upp í einhverjar kynslóðir til veiða, og hins vegar vísbending um að erindi þeirra hingað var fyrst og fremst að nýta auðlindir landsins sem verslunarvöru: fugl, fisk, æðardún, sel og rostunga til dæmis, eins og glöggt má ráða af bók Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum.

Skoðun
Fréttamynd

Köllum það réttu nafni: For­dóma

Derek Terell Allen skrifar

Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­verðugt plan að annars góðum mark­miðum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær.

Skoðun
Fréttamynd

Form­leg upp­gjöf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á þessu ári lýsti Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, því yfir að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að fólk kæmist með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­lætis­gerningur

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 20/2023, 21/2023, 22/2023 og 23/2023, frá 27. mars 2024 (71. gr.), segir: Samkvæmt öllu framansögðu fólst í raun í samkomulaginu einhliða ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um nærri 50% hækkun á grunnlaunum stefnda sem hvorki var í samræmi við kjara- né stofnanasamning.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­munum veitt þangað sem neyðin er mest

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bær fram­tíð Vest­fjarða

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson skrifa

Í opnu auglýsingu í Morgunblaðinu 2. maí hvetur forystufólk úr ferðaþjónustu og stangveiði, alþingismenn og ráðherra til að banna sjókvíaeldi við Ísland. Undir þetta tekur svo umtalsverður fjöldi erlendra aðila. En hvað þýðir þessi krafa fyrir Vestfirði?

Skoðun
Fréttamynd

Burt með pólitík á Bessa­stöðum

Kristmundur Carter skrifar

Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúran njóti vafans, ó­tíma­bundið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 

Skoðun
Fréttamynd

Í­þróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn

Hólmfríður Sigþórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir skrifa

Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­mennings“ sam­göngur?

Bragi Gunnlaugsson skrifar

Í viðtali á Rás 2 sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að almenningssamgöngurnar sem þangað liggja, vera fyrst og fremst fyrir starfsfólk vallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Góður for­seti

G. Pétur Matthíasson skrifar

Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna Halla Tómas­dóttir?

Guðjón Sigurðsson skrifar

Hvers vegna hef ég valið að kjósa hana Höllu Tómasdóttur sem minn forseta, af öllum þessum glæsilegu frambjóðendum. Ég sé jafningja í henni í baráttu minni fyrir mannréttindum og sjálfstæðu lífi fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Heimildin sem hvarf úr frum­varpi mat­væla­ráð­herra

Vala Árnadóttir skrifar

Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði

Skoðun
Fréttamynd

Sníða sér stakk eftir vexti

Guðni Magnús Ingvason skrifar

Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Norskir herrar eða ís­lenskir?

Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar

Mér finnst umræðan um sjókvíaeldið farin að snúast um of um hvaða verðmiða við setjum á firðina okkar og hverjum við ætlum gefa þá eða selja. Ég held að að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki stofna lífríkinu í hættu, þótt búið sé að þröngva Vestfirðingum í nær ómögulega stöðu þar sem sjálfsbjargarviðleitni og rústabjörgun virðast einu valkostirnir gagnvart sjókvíunum.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ertu að bjóða þig fram?

Sigurður Ragnarsson skrifar

Grafinn undir flóði af fjöldanum öllum af fréttatilkynningum af fólki sem er að hugsa um að bjóða sig fram, búið að bjóða sig fram, leitandi að undirskriftum eða viðhafði hinn tiltekna frasa það hafa margir komið að máli við mig kom upp sú spurning hjá mér, hvernig í ósköpunum á ég að ákveða hver fær mitt atkvæði?

Skoðun
Fréttamynd

Við styðjum Guð­mund Karl!

Katrín Valdís Hjartardóttir, Andrea Bóel Bæringsdóttir og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir skrifa

Að syngja í kór er góð skemmtun! En við í Kór Lindakirkju viljum að sem allra flest viti að við stöndum 100% á bak við Sr. Guðmund Karl í biskupskjöri. Þetta er auðvelt fyrir okkur að segja sem höfum fylgst mjög náið með störfum Sr. Guðmundar Karls, eða Gumma Kalla, eins og við þekkjum hann, í gegnum starfið í Lindakirkju, mörg hver til fjölda ára.

Skoðun

Björn Berg Gunnarsson

Til­greind sér­eign – Á ég að skrá mig?

Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign.


Meira

Kristrún Frostadóttir

Varan­legt vopna­hlé og sjálf­stæð Palestína

Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni.


Meira

Ólafur Stephensen


Meira

Konráð S. Guðjónsson

Dellu­at­hvarf Stefáns

Í átökum fólks á milli verður atburðarásin stundum furðuleg. Þegar mikið er undir skiptir miklu máli að geta sýnt fram á hvers vegna þitt sjónarmið skiptir máli. Stundum verður kappið of mikið og beinum eða óbeinum blekkingum er beitt, sem verða stundum til fyrir misskilning.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Fjár­munum veitt þangað sem neyðin er mest

Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna.


Meira

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Ó­trú­verðugt plan að annars góðum mark­miðum

Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær.


Meira

Andrés Ingi Jónsson

Við þurfum loftslagsaðgerðir, ekki grænþvott

Ríkisstjórnin starfar enn þá eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur ekki verið uppfærð í fjögur ár – það er á síðasta kjörtímabili. Stutta svarið er því að loftslagsstefnan er hvergi til þó hún birtist hins vegar í ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar.


Meira

Erna Bjarnadóttir

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar

Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum.


Meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Náttúran njóti vafans, ó­tíma­bundið

Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 


Meira

Halla Signý Kristjánsdóttir

Fram­sókn klárar verkin

Á helginni verður flokksþing Framsóknar haldið hér í Reykjavík, á þinginu hittist flokksfólk og fer yfir liðna daga og horfir til framtíðar. Ég hlakka til, það er alltaf gott að taka stöðina með grasrótinni. Enda getur Framsókn lagt sín verk á kjörtímabilinu og lengra aftur fram kinnroðalaust. Við höfum sömu orku og vilja til að klára verkin fram að næstu kosningum.


Meira

Gunnar Smári Egilsson

Framtíðin er í húfi

Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu.


Meira

Kolbrún Baldursdóttir

Í ker eða kistu

Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna.


Meira