Bílar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tesla Cybertruck á Íslandi

Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins.

Bílar
Fréttamynd

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi

Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.

Bílar
Fréttamynd

Fátt um fína bíla á Íslandi

Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi.

Bílar
Fréttamynd

Teslur tala nú íslensku

Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 

Bílar
Fréttamynd

Aldrei fleiri bílar á hring­veginum en á síðasta ári

Aldrei áður hefur meiri umferð mælst á hringveginum en árið 2022 og var þá met ársins 2019 slegið. Umferðin í fyrra reyndist einu og hálfu prósenti meiri en árið 2019. Mun minna var ekið í desember 2022 en árið áður og helgast líklega af veðuraðstæðum.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi

Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Hönnun rafbíla tekur tillit til endurvinnslu þeirra

Umræða sem á það til að fylgja rafbílum er að það sé erfitt að endurvinna þá. Sannleikurinn er sá að það er erfiðara að endurvinna þá, en brunahreyfilsbíla. Brunahreyfilsbílar eru í grunninn settir saman úr stáli og áli sem mannkynið hefur endurnýtt í marga áratugi.

Bílar
Fréttamynd

Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember

Skráningar í Evrópu náðu yfir milljón í lok nóvember sem er aukning um 17% frá sama tíma á síðasta ári þegar 860.000 bílar höfðu verið seldir í lok nóvember. Tesla Model Y var mest seldi bíllinn í Evrópu í nóvember með 19.169 eintök seld. Salan jókst um 254% á milli ára.

Bílar
Fréttamynd

Forseti General Motors telur tvinn bíla tímaskekkju

Mark Reuss, forseti General Motors segir að mikill misskilningur sé á kreiki þegar kemur að rafbílum. Meðal annars ræddi Reuss um tvinnbíla sem hann telur raunar ekki eiga sér stað á markaði eins og staðan er núna og telur að framleiðendur eigi að einbeita sér að hreinum rafbílum.

Bílar