Enski boltinn

Schneiderlin á leið inn í hlýjuna hjá Koeman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morgan Schneiderlin ræðir við Wayne Rooney.
Morgan Schneiderlin ræðir við Wayne Rooney. vísir/getty
Morgan Schneiderlin hefur verið í frystiklefanum hjá Manchester United undir stjórn Jose Mourinho en nú virðist horfa til betri vegar hjá franska miðjumanninum.

United hefur samþykkt tilboð frá Everton í Schneiderlin en það nemur 22 milljónum punda, jafnvirði rúmra þriggja milljarða króna.

Schneiderlin hefur aðeins spilað í ellefu mínútur í ensku úrvalsdeildinni í vetur en þó hafnaði United fyrra tilboði Everton í kappann.

Viðræður hafa haldið áfram síðustu daga og aðilar náðu saman. Kaupverðið mun hækka um tvær milljónir punda, 280 milljónir króna, ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt en United greiddi einmitt Southampton 24 milljónir punda fyrir hann í júlí 2015.

Sjá einnig: Tilboði West Brom í Schneiderlin hafnað

Koeman var stjóri Southampton þegar Schneiderlin var seldur til Manchester United eftir frábært gengi með fyrrnefnda liðinu. Miðjumaðurinn öflugi snýr því aftur til Koeman nú.

Jose Mourinho, stjóri United, sagði eftir leikinn gegn Hull í gær að kaupin væru komin vel á veg.

„Þetta er leitt því mér líkar vel við hann og hann hefði getað nýst okkur á löngu tímabili. En ég er ánægður fyrir hans hönd því þetta er það sam hann vill. Hann vill spila hvern leik og vera mikilvægur leikmaður í liðinu,“ sagði Mourinho.

„Ég er ánægður fyrir hönd góðs atvinnumanns en ég ef ekkert nema gott um hann að segja.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×