Erlent

Sanders leiðir naumlega í Iowa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bernie Sanders leiðir í Iowa.
Bernie Sanders leiðir í Iowa. Nordicphotos/AFP
Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum.

Alls mælist Sanders með 49 prósenta fylgi í ríkinu en Clinton 45 prósent. Þá mælist þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, með fjögurra prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Quinnipiac-háskóla.

Repúblikanar í Iowa kjósa einnig á mánudag. Þar hefur Donald Trump tveggja prósentustiga forskot á öldungadeildarþingmanninn Ted Cruz samkvæmt sömu könnun. Trump mælist með 31 prósent en Cruz 29. Trump tilkynnti það á þriðjudag að hann hygðist ekki taka þátt í kappræðum flokks síns sem fram fara í kvöld vegna óánægju með val á umræðustjórnandanum Megyn Kelly. 


Tengdar fréttir

Allt í járnum á milli Sanders og Clinton

Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við




Fleiri fréttir

Sjá meira


×