Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga Snærós Sindradóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Aðeins eitt samkynja par er á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir barni, án þess að eygja von um að umsókn þeirra nái fram að ganga. vísir/vilhelm „Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“ Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“
Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00