Innlent

Samstarfsvilji ekki til staðar hjá M-lista

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson
Launakostnaður og samskiptaörðuleikar við M-lista í Garðabæ eru ástæður þess að framboðið fær ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins. Bæjarstjórinn bendir á að engar fastmótaðar reglur séu um áheyrnarfulltrúa í lögum og að erfitt sé að vinna með M-lista sem hafi ekki sýnt samstarfsvilja og hrópað spilling þegar enga spillingu var að finna. Kjartan Hreinn Njálsson.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þrítugasta janúar að fengin reynsla hefði orðið til þess að leyfa M-lista og Samfylkingu ekki að fááheyrnarfulltrúa en framboðin eiga einn fulltrúa hvor af ellefu í Garðabæ. Ástæðan hefur að gera með traust, sem ekki sé til staðar gagnvart M-lista.

„Eru minnihlutaflokkarnir — þessi flokkur eða hinn — bara í því að skapa tortryggni eða að reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju. Menn verða kannski bara þreyttir á því, að standa í svoleiðis pólitík. Við viljum ekkert með þetta hafa. Það má alveg gagnrýna þetta,“ sagði Gunnar á málþinginu.

Fulltrúi M-lista segir í Fréttablaðinu í dag að bæjarstjórinn boði þarna valdníðslu í Garðabæ en Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, ítrekaði í hádegisfréttum Bylgjunnar að áhersla á stækka ekki nefndir með tilheyrandi launakostnaði og samskiptaöðruleikar við M-lista séu ástæðurnar fyrir því að framboðið fær ekki áheyrnarfulltrúa.

Gunnar tekur undir þetta og telur M-listann ekki hafa fengið kjörgengi til að eiga fulltrúa nefndunum. Þá hafi samstarfið við M-lista verið erfitt, fulltrúar hrópað spilling þegar enga spillingu hafi veriðað finna. Auk þess bendir Gunnar á að engar reglur séu um áheyrnarfulltrúa í lögum.

„Í fyrsta lagi þá hefur lýðræðið talað og M-listinn hefur ekki fengið það kjörgengi að eiga fulltrúa í þessum nefndum. Í öðru lagi þá viljum við ekki blása út báknið. Síðan hefur þessi samstarfsvilji ekki verið til staðar við M-listann.“

Kjörgengi stjórnar því hvort framboð fær fastafulltrúa eða áheyrnarfulltrúa. Samfylkingin í Garðabæ hefur nú engan fulltrúa í fimm nefndum og hefur farið fram á þessu verði breytt. 


Tengdar fréttir

Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, óttast að fulltrúar minnihlutans reyni að finna spillingu og skapa tortryggni. Þess vegna fái þeir ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum. Fulltrúi M-listans krefst skýringa frá bæjarstjóranum en fær þær ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×