Viðskipti innlent

Samskip kaupa Nor Lines sem Eimskip vildi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Samskip bíða nú samþykkis norskra samkeppnisyfirvalda.
Samskip bíða nú samþykkis norskra samkeppnisyfirvalda.
Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda. Markmiðið með kaupunum er að efla starfsemi Samskipa á norska flutningamarkaðinum.

Um er að ræða sama félag og Eimskip reyndi að kaupa fyrr á árinu, en norsk samkeppnisyfirvöld ógiltu kaupin. Sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri félagsins, við það tilefni að norsk yfirvöld hefðu gert mistök með „þröngsýnni“ ákvörðun sinni.

Velta Nor Lines er um 110 milljónir evra, sem jafngildir um þrettán milljörðum króna, á ári. Félagið stundar strandsiglingar í Noregi og siglingar til Norður-Evrópu en býður auk þess margvíslega alþjóðlega flutningaþjónustu.

„Fyrirhuguð kaup munu skapa Samskipum mikil tækifæri,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa Logistics. „Við höfum verið í mikilli sókn á norska markaðnum undanfarin ár og erum að halda áfram þeirri sókn. Starfsemi Nor Lines fellur einkar vel að starfsemi Samskipa, en með kaupunum munum við ná að bjóða upp á enn víðtækara þjónustuframboð til handa viðskiptavinum okkar og Nor Lines,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×