Innlent

Samningar líklega undirritaðir á morgun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir segir viðræður ganga vel.
Ólafía B. Rafnsdóttir segir viðræður ganga vel. Vísir
Stefnt er að því að undirrita nýja kjarasamninga VR, Flóabandalagsins, LÍV og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins eftir hádegi á morgun. Vinna við gerð kjarasamninganna er á lokametrunum en gert er ráð fyrir að deiluaðilar muni sitja á fundi fram á kvöld.

Sjá einnig: Laun hjá VR hækka svona mikið

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að unnið væri að síðasta þætti samningsins. Að því loknu þurfi að kalla saman stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þar sem farið verði yfir stöðu mála.

„Það er ein bókun sem við erum að velta fyrir okkur ennþá en ég bind vonir við að við getum haldið áfram í kvöld og séð svo hvernig framhaldið verður,“ sagði Ólafía.

Frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×