Viðskipti innlent

Sala á neftóbaki hefur aukist um 36 prósent milli ára

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Sala áfengis jókst um 3,8 prósent í lítrum talið fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 4,4 prósent og léttvíni um 2,1 prósent en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,1 prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef Vínbúðarinnar.

Í einstaka vöruflokkum var sala á rauðvíni og hvítvini minni á fyrstu sex mánuðunum á meðan sala á lagerbjór jókst um 3,9 prósent.

Hvað tóbakið varðar jókst sala á neftóbaki um tæp 36 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins, salan var tæp 11 tonn á fyrri hluta ársins 2013 en var tæp 16 í ár.  Sala vindlinga jókst um 6,5 prósent og reyktóbaks um 6,1 prósent á sama tíma. Samdráttur varð aftur á móti í sölu vindla um tæplega 1 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×