Erlent

Sala á búrkíníi margfaldast

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Sala á búrkíní hefur margfaldast eftir að bann var sett við slíkum fatnaði í Frakklandi á dögunum. Búrkíní er efnismikill sundfatnaður sem hylur nær allan líkamann.

Aheda Zanettei, hönnuður og eigandi vörumerkisins búrkíní, segir að netsala hafi aukist um 200 prósent á undanförnum dögum. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á meðal fjölda kvenna, ekki einungis múslimskra.

Zanettei, sem er áströlsk, segir sundfötin endurspegla frelsi og heilbrigðan lífssstíl kvenna, öfugt við það sem stjórnvöld í Frakklandi hafi haldið fram. Sjálfri líði henni betur í búrkíníi en hinum hefðbundna sundfatnaði, líkt og dætrum hennar, sem fái val um það hvort þær klæðist bikiníi, búrkíníi, eða annars konar sundfötum.


Tengdar fréttir

Óttast sundklæðnað múslimakvenna

Forsætisráðherra Frakklands fagnar búrkínibanni nokkurra bæjarstjóra landsins. Hann segir fatnaðinn brjóta gegn gildismati Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×