S O S Þórir Stephensen skrifar 8. desember 2016 07:00 Þetta neyðarkall, er skammstöfun setningarinnar „Save Our Souls,“ og þýðir „frelsa sálir okkar“. Það gildir nánast hvar sem hættu ber að höndum. Eitt af því, sem nú virðist geta leitt til mikillar hættu á alþjóðavettvangi, er afleiðingar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Megi taka mark á orðum Donalds Trump sýnist auðsætt, að hugsanir hans og framkvæmdir geta orðið ein mesta vá sem að mannkyni gæti steðjað. Reynist orð hans hins vegar ekki marktæk, er ljóst að hann er í senn ómerkilegur undirróðursmaður og bullukollur eða jafnvel loddari, sem ekki er óhætt að trúa fyrir stjórn voldugasta ríkis jarðar. Mér verður hugsað til nýliðinna forsetakosninga hér heima, þar sem frambjóðendur lögðu sig alla fram um að útskýra hvað best skilning sinn á embættinu og háleit markmið er þeir vildu fylgja. Persónulegar árásir heyrðu til undantekninga. Þessu var öfugt farið í Bandaríkjunum, a.m.k. hvað Trump varðar, en hann stjórnaði í raun umræðunni með fúkyrðum og fullyrðingum, sem að stórum hluta voru, í líkingu talað, högg fyrir neðan mitti. Þau voru þar að auki svo þrungin illvilja og mannfyrirlitningu, að býsna langt þarf að leita til mannjafnaðar. Í því, sem fréttir hafa borið mér, hefur aðeins í einu máli örlað á hugsjónum, sem gætu hvatt þjóð hans í sólarátt, en það er um aukinn möguleika fátæks fólks til að koma börnum sínum til mennta. Málflutningur hans hefur miklu fremur höfðað til hinna lægri hvata, sem ala upp girnd og grimmd, öfl myrkursins. Og þau hrósuðu sigri.Á sér marga skoðanabræður Hér er ekki hægt að nefna nema fátt af því sem hann boðaði. Stefnan í málum innflytjenda er ekki í takt við boðskap kristninnar um bróðerni og samhjálp, sem heimurinn þarfnast svo mjög. Þar eru mannfyrirlitning og rasismi samferða. Orð hans um að draga úr starfsemi Nató vekja ugg, ekki síst þegar þar fylgir nánara samstarf við Putin. Sá maður verður seint kallaður mannvinur. Nálgun þeirra tveggja minnir óþægilega á orð Lúkasarguðspjalls: „Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.“ Sá dagur var föstudagurinn langi, þegar kærleikurinn var krossfestur. Hann gæti þá enn og aftur orðið staðreynd í sögu okkar. Loks eru það loftslagsmálin. Trump segir, að hlýnun jarðar sé kínverskur uppspuni. Hann ætlar ekki að gera neitt með Parísarsamkomulagið, sem 195 ríki standa að. Gangi það eftir, tel ég það vera glæp gegn mannkyni. Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á, að Trump á sér marga skoðanabræður meðal nágranna- og vinaþjóða okkar. Rasistar, nasistar, fasistar og hægri pópúlistar í Evrópu, sem eiga vaxandi fylgi að fagna, skynja bergmál skoðana sinna í boðskap Trumps. Sænskir nasistar hafa, vegna sigurs hans, farið í einhverja sína glæsilegustu fánagöngu til að fagna því sem þeir kalla upphaf byltingar í þeirra anda. Vonandi reynist það ekki rétt, en við skulum ekki gleyma því, að Hitler var líka kosinn á sinni tíð. Veikburða viðleitni íslenskra rasista til að komast á þing í haust mistókst. En við megum búast við, að það verði reynt aftur. Vegna framtíðar manns og heims verðum við öll að leggja áherslu á síðustu bæn Faðirvorsins: „ …frelsa oss frá illu,“ og fylgja henni eftir í orði og verki. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Þetta neyðarkall, er skammstöfun setningarinnar „Save Our Souls,“ og þýðir „frelsa sálir okkar“. Það gildir nánast hvar sem hættu ber að höndum. Eitt af því, sem nú virðist geta leitt til mikillar hættu á alþjóðavettvangi, er afleiðingar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Megi taka mark á orðum Donalds Trump sýnist auðsætt, að hugsanir hans og framkvæmdir geta orðið ein mesta vá sem að mannkyni gæti steðjað. Reynist orð hans hins vegar ekki marktæk, er ljóst að hann er í senn ómerkilegur undirróðursmaður og bullukollur eða jafnvel loddari, sem ekki er óhætt að trúa fyrir stjórn voldugasta ríkis jarðar. Mér verður hugsað til nýliðinna forsetakosninga hér heima, þar sem frambjóðendur lögðu sig alla fram um að útskýra hvað best skilning sinn á embættinu og háleit markmið er þeir vildu fylgja. Persónulegar árásir heyrðu til undantekninga. Þessu var öfugt farið í Bandaríkjunum, a.m.k. hvað Trump varðar, en hann stjórnaði í raun umræðunni með fúkyrðum og fullyrðingum, sem að stórum hluta voru, í líkingu talað, högg fyrir neðan mitti. Þau voru þar að auki svo þrungin illvilja og mannfyrirlitningu, að býsna langt þarf að leita til mannjafnaðar. Í því, sem fréttir hafa borið mér, hefur aðeins í einu máli örlað á hugsjónum, sem gætu hvatt þjóð hans í sólarátt, en það er um aukinn möguleika fátæks fólks til að koma börnum sínum til mennta. Málflutningur hans hefur miklu fremur höfðað til hinna lægri hvata, sem ala upp girnd og grimmd, öfl myrkursins. Og þau hrósuðu sigri.Á sér marga skoðanabræður Hér er ekki hægt að nefna nema fátt af því sem hann boðaði. Stefnan í málum innflytjenda er ekki í takt við boðskap kristninnar um bróðerni og samhjálp, sem heimurinn þarfnast svo mjög. Þar eru mannfyrirlitning og rasismi samferða. Orð hans um að draga úr starfsemi Nató vekja ugg, ekki síst þegar þar fylgir nánara samstarf við Putin. Sá maður verður seint kallaður mannvinur. Nálgun þeirra tveggja minnir óþægilega á orð Lúkasarguðspjalls: „Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.“ Sá dagur var föstudagurinn langi, þegar kærleikurinn var krossfestur. Hann gæti þá enn og aftur orðið staðreynd í sögu okkar. Loks eru það loftslagsmálin. Trump segir, að hlýnun jarðar sé kínverskur uppspuni. Hann ætlar ekki að gera neitt með Parísarsamkomulagið, sem 195 ríki standa að. Gangi það eftir, tel ég það vera glæp gegn mannkyni. Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á, að Trump á sér marga skoðanabræður meðal nágranna- og vinaþjóða okkar. Rasistar, nasistar, fasistar og hægri pópúlistar í Evrópu, sem eiga vaxandi fylgi að fagna, skynja bergmál skoðana sinna í boðskap Trumps. Sænskir nasistar hafa, vegna sigurs hans, farið í einhverja sína glæsilegustu fánagöngu til að fagna því sem þeir kalla upphaf byltingar í þeirra anda. Vonandi reynist það ekki rétt, en við skulum ekki gleyma því, að Hitler var líka kosinn á sinni tíð. Veikburða viðleitni íslenskra rasista til að komast á þing í haust mistókst. En við megum búast við, að það verði reynt aftur. Vegna framtíðar manns og heims verðum við öll að leggja áherslu á síðustu bæn Faðirvorsins: „ …frelsa oss frá illu,“ og fylgja henni eftir í orði og verki. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar